fimmtudagur, júlí 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Kóngulóarmaðurinn
Fór á Kóngulóarmanninn í gær. Alveg ágætis mynd, að vísu var Peter Parker (sem er kóngulóarmaðurinn í daglega lífinu, svona eins og Klark Kent hjá Súpermann) gerður að full miklum aula í myndinni og svo hefði hún mátt vera doldið styttri og kippa ömmuna aðeins meira í burtu, þjónaði eiginlega engum tilgangi að hafa hana þarna með svona mikið. Það hefði mátt vera minna af einhverju ástarkjaftæði, en það var bara verið að koma því rækilega inn í hausinn á manni að Peter Parker var rosalegur auli (og jafnvel meira en góðu hófi gegnir) og þau skilaboð gátu svo sannarlega ekki farið fram hjá manni. En svo var fullt af jákvæðum punktum í henni og voru tæknibrellurnar alveg frábærar og mjög raunverulegar. Sérstaklega fannst mér vondi kallinn vera vel gerður með alla þessa arma sem hreyfðust mjög eðlilega. Semsagt öll hasaatriðin voru mjög vel gerð, en maður fer jú á svona mynd til að sjá þau, en aðeins of mikið af dramadrullu, en mér finnst það megi alveg sleppa svoleiðslöguðu í svona mekkanómyndum og ættu kvikmyndaframleiðendur að taka Judge Dred með Sylvester Stallone í aðalhlutverki til fyrirmyndar í þeim málunum, en hann hafði ekki hugmynd um neitt annað líf en að drepa vondu kallana. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fær sú mynd aðeins 4,5 á IMDB.
    
Mér fannst hún líka fín en mér fannst spædó sjálfur frekar tölvugerður en vondi kallinn var ótrúlega flottur. Ánægður með þessa mynd.
13:43   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar