Veðmál
Jæja, okkur Hauki tókst loks að ná samkomulagi okkar á milli um hið árlega veðmál okkar um enska boltann. Það hljómar svona:
Ef United verður meistari fær Jói kassa af bjór, ef Liverpool verður fyrir ofan United fær Haukur kassa af bjór. Ef Liverpool er bara einu sæti fyrir ofan United og United hefur skoðað fleiri mörk þá fellur veðmálið niður nema að Liverpool sé meira en einu sæti fyrir ofan þá heldur það og Haukur fær kassa.
Hinsvegar ef United nær að komast 2 skrefum eða lengra áfram í Champions League (t.d. í undanúrslit og Liverpool nær bara í 16 liða úrslit) þá má Jói ráða hvort veðmálið um deildina falli úr gildi eða haldi. Ef eitt skref er á milli liðana í CL þá hefur sú keppni ekki áhrif á veðmálið en annars ræður Haukur hvort veðmálið að ofan haldi. Hinsvegar ef United vinnur CL þá vinnur Jói kassa og enska deildin hefur ekki áhrif, og einnig ef Liverpool kemst í úrslitaleikinn eða vinnur CL vinnur Haukur kassa. Ef United og Liverpool spila til úrslita í CL og United vinnur þá vinnur Jói þó að Liverpool hafi náð í úrslitaleikinn
Veðjað er um kassa af Budweiser Budwar flöskubjór í 0,5 umbúðum. A.m.k. ein kippa verður drukkin af okkur saman og mun Siggi aðalgagnrýnandi drekka hana með okkur.
|
Hvað gerist ef United og Liverpool spila til úrslita í CL og United vinnur, en þá hefur enska deildin ekki áhrif og sömu skilyrði eru sett til vinnings þar, þ.e. United vinnur og Livurpool þarf bara að komast í úrslit. Er þetta kannski of fjarlægur möguleiki, en Grikkir urðu Evrópumeistarar svo að allt getur gerst.
14:03 Hjörleifur
Ef United og Liverpool spila til úrslita í CL og United vinnur þá vinnur Jói þó að Liverpool hafi náð í úrslitaleikinn
14:04 Joi
sorrý, skil ekki hvernig þetta fór framhjá mér. Þetta er gott veðmál og ætti ekki að koma upp nein vafaatriði. Og skrifa ég undir þetta.
Hjörleifur Sveinbjörnsson
14:10 Hjörleifur
|
|