Blogg
Heyrst hefur að undirritaður hefur ekki verið duglegur að blogga undanfarið - get svo sem ekki mótmælt því.
Reyni nú að taka mig á, sjáum hvað setur.
Annars er nú lítið að gerast hjá mér annað en vinna, þó keypti ég ferð til DK þar sem farið verður 14 júlí og komið heim 26 júlí. Ætla að skoða nýja barnið hans Gudda og auk þess ætla ég að skella mér til Jylland og kíkja á frænku og fjölskyldu.
Að sjálfsögðu eftir að ég var búinn að bóka ferðinina þá bauðst mér að fara á fund í Dublin og hver veit nema að ég brjóti upp ferðina og skelli mér þangað - ætla að skoða það á eftir.
Annars hefur EE verið að reyna að draga mig á suðurland um helgina, þ.e. þar sem Fosshótel er. Nú er hún að ýja að því að dragi Hjölla með - heyri kannski í honum á eftir með það, en er nú svona so so spenntur.
Jæja látum þetta duga í bili - má ekki fara of hratt af stað.
|