mánudagur, júlí 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Gagnvirkur pistill frá Sigga eins og hann kallar "þetta"
Blogg og blogg já blogg og blogg er ekki allveg það sama. Það er eins og sumir haldi að það sé bara nóg að senda frá sér nokkrar línur með einhverju hrafnasparki og þá teljist það bara blogg. Annars er nú komin tími á lítin pistil, langt síðan ég hef sent frá mér einn slíkan.

Nú er hásumar og hálft ár enn í jól eins og segir í laginu ég hef því ákveðið að hafa pistilinn í formi spurningkeppni og hugleiðinga og vonast til að lesendur taki þátt í þessum gagnvirka pistli, því gagnvirkni er jú lykilorð 1. áratugur nýrrar aldar sem brátt er hálfnaður.
Vindum okkar þá í spurninga og hugleiðingakeppnina.

spurning 1. Í hvaða íslenska dægurlagi kemur eftirfarandi textabrot: "Sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól"

Hugleiðing 1. Stúlknakvartetinn NYLON

Spurning 2. Veiddi Sigurður Óli þorsk um síðustu helgi

Hugleiðing 2. Pálmi Pétursson

Spurning 3. Hvað er langt frá Reykjavík til tunglsins

Hugleiðing 3. Verðlagning á hamborgurum á landsbyggðini

Ég óska nú eftir að menn skrifa stutta greinargerð um um hugleiðingarnar og svari svo spurningunum.

    
spurning 1. 17. Júní, skrítið að minnast á jólin í svona lagi, en gott flipp og svínvirkar.

hugleiðing 1. Ekki hrifinn af þessum útsetningum á lögunum, bara svona sætar og saklausar stelpur, ekki verri sumarvinna en hvað annað, etv. eru þær ekki til, heldur bara misheppnað tölvuforrit, það myndi skýra margt.

spurning 2. Það gæti hugsast, það fer eftir ýmsu

Hugleiðing 2. Sonur Péturs og Steinunnar, alinn upp í í Njarðvík, en fluttist svo til Hafnarfjarðar. Var mikill djammari á yngri árum og átti það til með að framkvæma hina ýmsustu gjörninga þegar tunglið var fullt og allt það. Í dag eru ýmis tungl ekki framkvæmd í fullum gjörningum, en þess í stað er hann orðinn 3 barna faðir, en þó virðist nú golfið hafa heltekið hann. Þessi íþrótt djöfullsins gengur út á það að láta fólk vafra um stefnulaust í nokkra klukkutíma og bölva og ragna í leiðinni yfir óförum sínum.

spurning 3. það er alveg að minnsta kosti 19 km. gæti ég best trúað. eða hundraðhundraðfjörtíuogtvoþúsund en það er víst breytlegt eftir dögum, enda tunglið á sporbraut um jörðu og því ekki hægt að segja til nákvæmlega, því um leið og maður sleppir orðinu þá hefur það breyst.

hugleiðing 3. Gott verð, það er komin hefð á að það sé allt of hátt og er bara hluti af því að ferðast út á landi að þurfa að borga doldið mikið fyrir borgarann, enda í flestum tilvikum ágætis borgari.
11:45   Blogger Hjörleifur 

S1: Hjölli hefur svarað þessu vel og skilmerkilega. Reyndar vissi ég ekki svarið þannig að ég hefði nú ekki getað svarað þessu og er stoltur af því!
H1: NYLON er svona Bylgju froða sem fer afskaplega í taugarnar á mér. Ég get ekki séð að það sé neitt skemmtilegt eða frumlegt frá þessum ágætu stúlkum en þær syngja sennilega allt í lagi, hef ekki skoðun á því. Þetta er bara svona iðnaður sem er til þess gerður að græða peninga og þau fá hann ekki úr mínu veski.

S2: Ég efast um að Sigurður hafi veitt nokkuð um helgina nema að hafa verið staddur í togara og hann kallar það að hann hafi veitt að þorskur kom í veiðarfærin.
H2: Mér finnst Hjöll hafa svarað þessu ágætlega. Pálmi er fjölskyldufaðir í breiðholtinu sem vinnur og fer síðan heim til sín og vill helst ekki fara út nema að hitta foreldra eða sinna skyldum sínum sem faðir og í golf á sumrin. Að hitta vini sína og fá sér bjór og slíkt forðast hann sem heitan eldinn :). Svosem allt gott um það að segja en maður saknar nú stundum gamla Pálmans sem Hjölli sagði svo skemmtilega frá en Pálmi í dag er allt annar maður og ekki hægt að líkja því saman.

S3: Ég hefði giskað á 500þ km. og hefði þá líklegast ekkert verið fjarri lagi.
H3: Tja, mér hefur nú þótt lítill munur á milli verðlags á þeim og hérna í höfðuborginni. Ég get nú ekkert kvartað yfir því hvernig þeir verðsetja borgarana sína en þetta er líklegast allt háð framboði og eftirspurn og þeir vilja bara græða sem mest. Þegar ég er staddur úti á landi er ég svo ánægður að fá minn borgara að ég myndi borga 2000 kr. fyrir máltíðina ef það væri það verð sem sett er upp.
17:58   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar