föstudagur, júlí 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Myndir dagsins 2/7/2004

Palac Kultury I Nauki (Palace of Culture and Science) er stærsta bygging Warsaw (231m fyrir utan stöng) og lengi vel Póllands og var gjöf frá Stalín árið 1955 og var mikið tákn um kommúnistan og klukkuturninn er víst sá hæsti í heiminum. Margir Pólverjar hata þessa byggingu enda var hún ónotuð í 10 ár því Pólverjar vildu ekkert með húsið hafa. Núna er það notað í ýmsum tilgangi og við Sonja kíktum upp á útsýnissvalir á efstu hæðinni og sáum ansi víða.


Við fórum á stórann myndavélamarkað í Warsaw og vorum líklegast einu ferðamennirnir þarna inni því þetta virtust bara vera heimamenn. Þarna var til sölu nánast allt sem hægt er að fá í sambandi við myndavélar, gamalt og nýtt og skemmtilegt að skoða dótið þarna inni. Við keyptum þarna eina gamla "large format" myndavél, batterí í stóru stafrænu vélina okkar og eitthvað smádót.


Ef glöggt er skoðað má sjá Sonju standa fyrir aftan grindverkið ofarlega á myndinni. Gamli miðbærinn er c.a. 100m hægra megin við Sonju og þarna vorum við að koma úr strætóferð þar sem við smygluðum okkur um borð án þess að borga.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar