Hereford
Við Sonja kíktum á Hereford steikhúsið í gærkvöldi og fengum okkur þar gómsætar nautasteikur og humarsúpu í forrétt. Mjög góður matur og hef ég bara ekki yfir neinu að kvarta. Ég spratt síðan upp eins og stálfjöður kl. 4:30 í nótt og keyrði hana og Elsu vinkonu hennar út á flugvöll en þær ætla að tjútta í Köben yfir helgina.
Ég fer síðan í grill í kvöld til Særúnar en þar verða Ægjarnir (beyging komin frá íslenskufræðingi) tveir, mamma, Gubbi litli og Gréta.
p.s. Siggi er að fara til Boston í dag á fyllirí.
|
Ég hélt að maður ætti að kvarta þegar maður hefur fengið sér að borða á Hereford, en kannski að kvartanir hafi verið teknar til greina og staðurinn skánað.
11:21 Hjörleifur
Já, okkur fannst maturinn a.m.k. mjög góður - kannski fullmikið koníaksbragð af súpunni en annars bara mjög gott.
11:22 Joi
|
|