Sportkafarafélagið 
Fór í smá hjólatúr út í sportkafarafélag í gærkvöldi, en á fimmtudögum eru pressukvöld og þá koma félagar saman og pressa lofti á kútana sína.  Þetta virðist vera nokkuð hress hópur (amk þau sem að voru þarna í gær).  Þar sem að ég er farinn að verða doldið þreyttur á þessu köfunarleysi þá ætla ég að skrá mig í félagið til að koma mér útí og fara í einhverjar ferðir hingað og þangað.  Félagsgjöldin eru ca 11 þús fyrsta árin en svo 8000 á ári eftir það eða þar um bil.  En inn í því er líka ágætis aðstaða og aðgangur að pressu.  
	 |