þriðjudagur, júlí 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Nýjasta nýtt - tölvurnar eru framtíðin.
Tékkaði aðeins á Commandos 3 og Max Payne í gær. Ekki slæmir leikir það. Að vísu gengur mér ekkert of vel í Commandos og er ég bara í fyrsta verkefninu, en þar sem að þetta er svo flottur leikur þá er það allt í lagi, maður er bara svona rétt að læra á þetta. Max Payne er ótrúlega flottur og maður er eiginlega bara að stjórna einni persónu í bíómynd og maður fylgir ákveðnum söguþræði. Flott líka að sjá þetta sýnt hægt þegar persónurnar eru drepnar. Svo var ég aðeins byrjaður á Rise of Nations og er búinn með 1. borðið þar, sem er eiginlega bara svona kennsluborð og fer maður í gegnum öll stig í því borði og framleiðir allt og nær svo að lokum heimsyfirráðum, en þetta gerir maður á tiltölulega skömmum tíma, miðað við þennan leik, eða á u.þ.b. 2,5 klukkutímum.
    
Þarna sjáiði hvað gerist ef ég er skilinn eftir einn inn í tölvubúð. En þetta er allt í lagi, við sjáumst bara þegar þið eruð tilbúnir til að tengja tölvurnar ykkar við mína og ég dreg ykkur í svarthol Rise of Nations.
10:49   Blogger Hjörleifur 

Ótti okkar Árna um að tölvan myndi éta þig til agna, eða allan tímann þinn réttara sagt, er að rætast. Ég held að ég verði að stoppa þig og ætla að kaupa mér sleggju á eftir og rústa tölvunni þinni. Þú munt þakka mér fyrir seinna.
10:49   Blogger Joi 

Keyptir leikir eru alltaf læstir
14:53   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar