Deep Sea World
Fór í Deep Sea World í North Queensferry sem er við Edinborg. Skemmtilegt sædýrasafn sem sýnir sjávardýralífið í kringum bretlandseyjar, einnig eru þarna nokkur fiskabúr eins og algeng eru hér í dýrabúðunum og ekki eins spennandi, en allt í lagi samt sem áður. Aðal aðdráttaraflið eru 112m löng göng í gegnum aðal fiskabúrið, en í því búri eru nokkrar hákarlategundir, skötur og aðrir flatfiskar og í rauninni bara mikið af fiskum, kröbbum og hitt og þetta áhugavert. Einnig er hægt að fá að kafa í þessu fiskabúri en það kostaði 148 pund og verð að segja að mér fannst það heldur dýrt, maður sér mjög vel í göngunum. Mæli með þessu ef menn eiga leið til Edinborgar. Best er að kaupa bara lestarmiða frá lestarstöðinni við Princess street í Edinborg beint í Deep Sea World því sá miði gildir líka inn og er ódýrast að gera þetta svona. Einnig var um 2 klst röð í miðasöluna sem maður labbaði bara framhjá og beint inn (reyndar var enginn þarna til að tékka á miðanum).
|