þriðjudagur, maí 09, 2006
|
Skrifa ummæli
Árni í USA
Já um daginn smellti ég mér til USA og náði nú að gera ýmislegt. Fyrstu vikuna var ég nú aðallega í vinnunni í New Jersey, þar voru langir dagar og stundum einn-tveir bjórar á kvöldin. En ég náði nú að vera farinn að sofa klukkan 11 á hverju kvöldi og iðulega út frá skemmtilegu HBO sjónvarpi.
Á föstudeginum kom EE út og var nú ekki mikið gert það kvöldið sökum þreytu beggja vegna ferðalaga.
Á laugardeginum fórum við til Coney Island og skoðuðum tívolíið þar, einnig fórum við í risa rússíbana þar sem hét The Cyclone og má nefna það að Woody Allen ólst þar upp í myndinni Annie Hall. Einnig röltum við um hverfið þarna sem heitir Brighton Beach og Litla Odessa en það er rússneska hverfið í NY. Við borðuðum á Tatianas síðbúinn hádegismat og fékk ég mér rússneskan bjór. Fór eiginlega allur dagurinn í þetta, við kíktum aðeins í bæinn á Times Square um kvöldið en farið var snemma í háttinn þar sem þetta var dágott ferðalag og náðum við að villast á leiðinni heim vegna lestarvandamála, þ.e. við þurftum að taka strætó og fengum við scenic route í gegnum Brooklyn (eða Crooklyn eins og Spike Lee kallaði þetta). Þetta var ágætis túr en ansi langur á leiðinni heim.
Sunnudagurinn fór þannig að ég hafði keypt mér nýja skó til að ganga í og byrjuðum við að fara upp í Harlem og skoða þar Apollo Theater sem mig langaði að sjá með eigin augum, einnig fórum við í Marcus Garvey park og Harlem Market ásamt því að rölta aðeins í kringum Harlem. Það var nú mjög merkilegt og enduðum við í norður Central Park. Þá var ákveðið að rölta niður í miðjann garðinn þar sem við áttum heima mjög nálægt. Við röltum og röltum og röltum og röltum og ég var orðinn ansi þreyttur í nýju skónum, náði þó að setjast niður og horfa á Hornaboltaleik sem var mjög gaman að sjá, þetta var greinilega keppnisleikur og menn í búningum osfrv. Við röltum áfram í góða veðrinu og var ansi fínt.

Jæja læt þetta duga í bili - sendi fleiri ferðasögur fljótlega.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar