mánudagur, maí 29, 2006
|
Skrifa ummæli
Púki
Nýjasti fjöldkyldumeðlimurinn heitir Púki og flutti hann á Leifsgötuna í dag. Hann er svokölluð Loop smákanína og er með lafandi eyru. Hann er 8 vikna gamall og verður víst aðeins stærri. Sonja fékk hann í afmælisgjöf frá mér og var hún rosalega ánægð með hann enda er hann víst ósköp sætur.

Myndin sem ég setti inn virkaði ekki og því nota ég bara þessa mynd sem ég tók á símann hennar Sonju.
    
Já rétt - ég mun setja inn fleiri myndir af villidýrinu næstu daga.

Þetta er ekki hugsað sem gæludýr heldur frekar til að ráðast á innbrotsþjófa og slíkt enda er þetta með eindæmum grimmt dýr eins og sést kannski á augnsvipnum á honum.
12:09   Blogger Joi 

Já til hamingju með púkann, góð æfing fyrir næsta skref, ha ha.

Til hamingju með afmælið Sonja...
12:23   Blogger Árni Hr. 

Takk takk - spurning að setja upp skilti "VARIÐ YKKUR Á KANÍNUNNI"
12:43   Anonymous Nafnlaus 

Til hamingju Sonja með afmælið og þið bæði með "afkvæmið" ... er Jói ekki alltaf fyrir utan búrið að segja:

"Who's your daddy, who's your daddy, who's your daddy ... " ??
14:49   Blogger Burkni 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar