þriðjudagur, maí 09, 2006
|
Skrifa ummæli
Dr. Spock og Propé
Horfði á þátt um Dr. Spock í gær og var þar tekið viðtal við grúppuna. Í viðtalinu sagði Óttar Propé eftirfarandi: "Dr. Spock er ekki hljómsveit, heldur ástand", einnig sagði hann að það væri í rauninni Dr. Spock sem væri að tala í gegnum þá. Eins og mörgum hljómsveitum þá eru einhverjir sem hafa sín eigin project. Var sýnt smá myndbrot frá tónleikum þar sem Óttar söng af mikilli innlifun þegar hann hitti gamlann mann (já þetta hljómar klisjukennt) og svo hélt hann áfram með textann sem var einhvernvegin svona (doldið umorðaður því ég man þetta ekki nákvæmlega) "og mér leist vel á hann / og ég faðmaði hann / og ég kissti hann / og hann kissti mig / og ég fór í sleik við hann / og stakk tungunni upp í hann....." Lagið var ekki spilað til enda í sjónvarpinu og var klippt aftur yfir í viðtalið. En ég verð að segja að eins og hann söng þetta þá var ég alveg að sprynga úr hlátri yfir þessu enda er maðurinn einn mesti skemmtikraftur samtímans, hvort heldur sem litið er á tónlistarhæfileika eða kýmni eða bara hvað sem hann tekur sér fyrir hendur það virðist allt leika í höndunum á honum.
    
Ég gleymdi að taka það fram að Jói horfði á þetta með mér og byðst ég velvirðingar á þessum mistökum.
13:10   Blogger Hjörleifur 

Ég horfði einnig a þetta - fínn þáttur, skemmtilegir strákar :)
14:59   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar