föstudagur, maí 26, 2006
|
Skrifa ummæli
Líf húsbyggjandans ...
... er svo sannarlega enginn dans á rósum.

Núna er Sonja að horfa á Aðþrengdar Eiginkonur og ég hef ekkert betra að gera en að blogga aðeins. Lítið er að gerast á blögginu, Pálmi dælir inn HM póstum (sem allir eru ekki hrifnir af en ég hef gaman af þeim), Hjölli sendi loksins frá sér pistil um Grísku eyjarnar og Árni er þögull eins og gröfin og Bjarni er sennilega net og tölvulaus. Ég ætla því að setja inn nokkrar myndir af okkur hérna á Leifsgötunni undanfarna daga en við höfum verið á kafi við að lagfæra í íbúðinni og erum loksins búin með svefnherbergið okkar núna og getum því farið að snúa okkur að stofunum, en það er minna sem þarf að gera í þeim. Það sem við höfum gert í svefnherberginu var að rífa alla gólflista frá, sparsla og pússa upp í göt, setja upp gifsvegg, veggfóðra (sem gekk vægast sagt illa), mála, laga undir hluta af parketinu og setja upp nýja gólflista. Auk þess höfum við rifið niður falskan vegg í stofunni og pælt mikið í málningu og slíku. Jæja, hérna koma myndir:


Vinnustofan og svalirnar fyrir aftan - sérst ágætlega draslið sem er þarna, t.d. steinull úr falska veggnum úr stofunni og allskonar dót. Dýri litli situr uppi í glugga og horfir dreymandi út.


Spýtur úr falska veggnum og inngangur úr ganginum inn í stofurnar.


Sögin góða og tölvan er með tímabundið heimili þarna í horninu.


Ég komin hálfa leið ofaní límfötu.


Úti á svölum að saga gólflista.


Sonja að mála skrautlista.


Árni kíkti í heimsókn á laugardaginn og þarna erum við að snæða grillkjöt.


Er þetta ekki einhver star wars kveðja?


Sonja að kítta skrautlistana.


Ég að pússa vegginn í stofunni.


Uppgefinn með sparsl í annarri og borvél í hinni.


Ægir litli kom í heimsókn í dag og ég hlýddi honum aðeins yfir fyrir próf og hann sýndi tilþrif á svölunum í staðin.


Og reif í burtu gólflista.


Svefnherbergið tilbúið og Sonja hvílir sig í horninu og dáist af handbragðinu.


Við förum vonandi langt með stofurnar um helgina en þar þurfum við að sparlsa upp í veggina, mála, setja gólflista og eitthvað annað smálegt. Við höfum síðan keypt stóran bókaskáp sem nær næstum upp í loft sem verður í vinnustofunni og einnig skrifborð/borðstofuborð sem verður hægt að hækka og lækka sem verður sem vinnuborð og borðstofuborð þegar það koma gestir.

Við höfum nú ekki gert mikið undanfarið nema vinna á daginn og vinna í íbúðinni á kvöldin. Fórum reyndar á Da Vincy Code með systur Sonju í gærkvöldi, húsfund í fyrradag og okkur er boðið í tvö partý á laugardaginn.

Jæja, læt þetta duga í bili og læt kannski inn myndir þegar komin verður mynd á stofurnar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar