laugardagur, maí 27, 2006
|
Skrifa ummæli
Bókadómur: Bringing down the house
Vinnufélagi minn lánaði mér þessa bók um daginn og var ég að klára hana í kvöld. Þetta er sönn saga af MIT nemendum sem komu sér upp kerfi til að vinna í BlackJack (21) í Vegas og unnu milljónir dollara á 3-4 árum þangað til spilavítin náðu að stoppa þá. Kerfið er ekki flókið en það þarf mjög snjalla menn til að ná að nota það undir pressu og þegar hraðir gefarar og margir spilarar eru að spila. Ég ætla ekki að fara meira útí það hvernig þetta kerfi hjá þeim var en get gert það ef áhugi er fyrir því.
Bókin er skemmtileg og heldur manni við efnið og eins fannst mér áhugavert að fræðast aðeins um innviði Vegas og spilavítanna og þetta er ansi stór iðnaður, stærri en ég held ég hafi gert mér grein fyrir. Slefar upp í fjórar stjörnur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar