Hér kemur smá skilgreining á því hvað ég er að gera í nýja starfinu mínu, margir spyrja hvað ég geri og er er minn starfstitill í raun:
Black Belt í Lean Six Sigma. En þetta skýrir ekki neitt og því hendi ég inn smá fræðilegum útskýrinum á Lean six sigma sem við notum til að útskýra í vinnunni.
Í Lean Six Sigma sameinast tvær gerðir aðferðafræði sem saman stuðla að úrbótum á hraða og gæðum ? Lean og Six Sigma
Lean er notað til að stytta gegnumstreymistíma með því
að útrýma sóun (mílu breið, tommu djúp)
Six Sigma er notað til að tryggja að ferlar skili
gallalausri útkomu með því að útrýma breytileika
innan ferlanna (tommu breið, mílu djúp)
Hvað er lean?Safn grunnreglna, hugtaka og tækni sem eru hönnuð til að eyða sóun á róttækan hátt
Við búum til kerfi sem virkar, sem mun færa viðskiptavinum okkar:
Nákvæmlega það sem þá vantar
Þegar þá vantar það
Í umbeðnu magni
Í réttri röð
Án galla
Og með sem lægstum tilkostnaðiHvað er six sigma?Eyðir göllum og minnkar breytileika
Beinir sjónum að ferlum og viðskiptavinum
Kemur jafnvægi á starfsemina og eykur áreiðanleika afhendinga til viðskiptavinarins
Sníður gæði inní ferla
Styðst við D-M-A-I-C ferilinn og mjög agaða notkun gagna
og greininga við ákvarðanatöku
Beinir kastljósinu að stjórnun, bætingu og endurnýjun viðskiptaferla