Búx
Ég breytti aðeins dótinu hérna fyrir ofan þar sem maður sér það sem við erum að hlusta á þessa stundina. Ef maður fer með músina yfir þá sér maður hvaða kassi á við hvern. Eins er spurning að hafa vikulista yfir spilun (svipað og myndin er með þessi blöggi) hægra megin á blogginu í staðin fyrir uppáhalds síður því það er enginn að skoða það og við uppfærum það ekkert. Hvað segja menn um það? Ég virðist vera sá eini sem er með tónlist í þessu núna og ég veit ekki hvort það er eitthvað tilfallandi eða hvað. Menn verða að stilla hjá sér spilarann til að hann sendi inn þessar upplýsingar á Last.fm. Það væri kannski ágætt ef þið gætuð látið mig vita með commenti við þessa færslu hvort þið viljið að þið séuð þarna inni eða ekki því annars kippi ég mönnum út. Mikið að gera hjá mér þessa dagana - var í gær og fyrradag mikið að þvælast með sænskri blaðakonu og var hún að taka viðtöl við fólk og ég að taka myndir. Hún er að gera grein fyrir tímarit í svíþjóð um fæðingaorlof og kemur þetta tímarit út í tæplega 400þ eintökum. Við erum líka að vinna á fullu í íbúðinni og við Hjölli hentum upp gifsveggjum í gær og um helgina verður svefnherbergi okkar Sonju veggfóðrað, settir gólflistar og listar í loftið. Ég er ekki enn komin með ADSL samband heim, eitthvað vesen hjá OGVodafone en vonandi kemst það í lag fyrir helgi þannig að ég geti farið að henda inn einhverju myndum. Hjölli ætlar aðeins að hjálpa mér á morgun og síðan mun ég skutla honum út á flugvöll því hann er að fara á Eurovision. Ég vill líka óska litla bróðir til hamingju með að vera búinn með stjórnmálafræðina.
|
Já þetta er bara tilfallandi með tónlistina, en ég var t.d. að hlusta í gær, en hef ekkert hlustað í dag.
Ég óska Guðbergi líka til hamingju með að vera búinn með stjórnmálafræðina. Hvenær getum við kosið hanná þing?
12:09 Hjörleifur
Já það er kominn tími á breytingar og held að það sé alveg tilvalið að taka út linkana okkar því maður notar þá aldrei og setja inn lagalistann í staðinn. Jafnvel að hafa lagalistann efst
12:15 Hjörleifur
Já, ég held það væri sniðugt að hafa lagalistann efst og linka á eldri blögg fyrir neðan þá.
Ef ég man rétt þá skrifaði Pálmi stutta pistla um hvert lið á HM og sendi á okkur í tölvupósti fyrir síðustu keppni. Ég skora á hann að gera það hérna á blogginu núna - þetta voru skemmtilegir pistlar enda Pálmfróður góður penni.
12:17 Joi
Já það væri gaman að fá þessa pistla frá honum á blöggið
12:19 Hjörleifur
Þetta er nú eitt mesta framtak á þessari síðu í langan tíma - ég er mjög hrifinn af þessu og það er nú bara tilfallandi að ég sé ekki með þetta inni. Einnig er ég sammála því að henda út linkunum og bæta hinu inn, ég er alltaf að skoða þetta reglulega og gaman að fá þetta inn á síðuna. Kýldu á þetta bara sem fyrst.
til hamingju Guðbergur
12:35 Árni Hr.
Líst vel á þessa áskorun líka - maður þarf að fara koma sér í gírinn núna hvort sem er.
12:37 Árni Hr.
|
|