Gærkvöldið
Ég, Jói og Árni fórum út að borða í gærkvöldi á Rossopomodoro. Fyrst hittumst við heima hjá Jóa í nýju íbúðinni og var hún skoðuð gaumgæfilega. Þetta er hin besta íbúð og er Jói nú að undirbúa hana undir sumarið og er að setja saman risa stórt grill sem hann kemur svo fyrir á svölunum. Eftir "5 minutes of fame" í u.þ.b. klukkutíma héldum við á veitingastaðinn, en við áttum pantað borð kl. 9. Þegar við komum á staðinn þá voru nú greinilega flestir búnir að borða, því nóg var af lausum borðum, en sennilegast fengum við ekki það borð sem átti að taka frá fyrir okkur, því okkur var holað út í horni (sem var reyndar alveg ágætis borð, því það skiptir ekki miklu máli hvar maður situr þarna inni þetta er allt alveg ágætt). Eins og Jói og Árni þá fékk ég mér stóran bjór með matnum, en þeir fengu sér líka tópas staup og svo grappa eftir matinn, en ég fékk mér bara kaffi, enda keyrandi þetta kvöldið þar sem að ég var á bakvakt. Eftir matinn fórum við á Óliver (gamla Kaffi List). Þar var biðröð til að komast inn og var klukkan þó bara rétt rúmlega 11. Mikið stuð var þar inni, en þar hafði augljóslega verið eitthvert einkapartí fyrr um kvöldið. Tónlistarvalið var einstaklega skemmtilegt en 9. áratugurinn réð þar ríkjum. Verður að segjast að staðurinn hefur breyst mikið til hins betra frá því að ég kom þar inn síðast (held að það séu að nálgast 2 ár frá því án þess að muna það nákvæmlega enda man maður ekkert alltaf hvert maður fór af einhverjum óskiljanlegum orsökum). Eftir að hafa verið þarna inni í ca 3 tíma þá var þetta farið að verða nokkuð gott og ég farinn að hugsa mér til hreyfings. Jói stakk upp á að við færum inn á einn stað áður en ég færi heim og hélt þrenningin því út í ferska loftið og stefnan tekin á Ölstofuna. Þar var komin frekar löng biðröð og var ég ekki alveg að nenna því að standa í henni, enda var ég ekki á leiðinni að fá mér bjór og var bara orðinn frekar þreyttur. Ég skildi því við strákanna í röðinni og hélt heim á leið. Ég var svo kominn heim rétt um 3 leitið. Lagðist upp í rúm og kveikti á sjónvarpinu og sofnaði sennilegast u.þ.þ 1 mínútu síðar.
|
Gleymdi alveg að nefna það að við spiluðum pool á búllunni á hverfisgötunni þar sem að ég vann Jóa tvisvar og árna einu sinni. Árni vann Jóa einu sinni og mig einu sinni og Jói vann bara Árna einu sinni. Semsagt ég vann.
Og eftir poolið kíktum við á Kaffi Kúltúr (Alþjóðahús) þar sem að Jói og Árni fengu sér sitthvorn bjórinn og sungu "You are my Solskær..." aftur og aftur og aftur og aftur og aftur en þeim var samt ekki hent út. Það var ekkert frægt fólk á staðnum. Og svo fórum við á Óliver.
01:41 Hjörleifur
|
|