fimmtudagur, apríl 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Í kaffitímanum hér um klukkan 15:15 í dag sáum við út um gluggan á kaffistofunni sjúkrabíl keyra aftan á annan bíl hér á brúnni á Bústaðarveginum. Sjúkrabíllinn endaði á umferðaljósaskilti, en hinn bíllinn snérist og endaði utan vegar (báðir bílarnir voru rétt að verða komnir yfir brúna og voru að keyra í áttina að miðbænum). Eftir smá stund kom einhver út úr litla bílnum (en það var einmitt bíllinn sem keyrt var á) og það var farþegamegin. Sá fór eitthvað að athuga með ökumanninn. ca 1 mínútu síðar komu mennirnir út úr sjúrkabílnum og byrjuðu á því að athuga hvort bíllinn væri skemmdur. Svo fóru þeir að tékka á ökumanni hinnar bifreiðarinnar. Nokkrum mínútum síðar var löggan komin og svo kom annar sjúkrabíll. Þá var sjúklingnum úr umferðaslysasjúkrabílnum skutlað yfir í þennan sem var að koma og keyrði hann svo bara í burtu. Eftir aðrar nokkrar mínútur kom tækjabíll frá slökkviliðinu til að losa ökumann litlu bifreiðarinnar út úr prísundinni, svo fór ég nú bara að vinna og veit ekki hvað gerðist í framhaldinu.

Í útvarpinu var þessu lýst einhvernvegin á þessa vegu í stuttu máli:
Bíll keyrði á sjúkrabíl svo hann valt, en ekki var vitað um hvort nokkrir hefðu slasast.

Ég verð nú að segja það að fréttin hefur brenglast töluvert á þessum 300 m sem eru frá slysstað og upp í útvarpshús og hvernig ætli fréttirnar séu þá orðnar þegar þær koma einhverstaðar lengra frá og það jafnvel frá útlöndum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar