Í gærkvöldi, rétt eftir að ég var kominn heim, var bankað á dyrnar. Ég fór til dyra og fyrir utan stóð maður með gráan sívalingslagaðan pakka. Hann sagði: "Hjörleifur" og ég sagði "Já, það er ég" og þá sagði hann: "Ég er með pakka til þín" og þá sagði ég (algjörlega grunlaus): "Nú, takk fyrir" og tók við pakkanum og maðurinn fór. Þessi pakki virtist vera óskup meinlaus, en nú lifum við á stríðstímum og maður skal aldrei vera of varkár. Ég fór því með pakkan til lögreglunnar og eftir ýtarlegar rannsóknir á pakkanum þá var talið öruggt að ekki var um miltisbrand að ræða og því var þetta hugsanlega einhver ný sprengjutegund og því var gripið til þess ráðs að sprengja pakkan svona í öryggisskyni. Og þar með var flísteppið sem ég fékk sent frá líftryggingafélaginu ónýtt.
|