Þetta væri magnað þar sem Steve er einn af mínum uppáhalds leikurum og líka Hjölla:
Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 7.4.2003 | 5:30
Maðurinn með syfjulegu augun, Steve Buscemi, er orðaður við hlutverk í sjónvarpsþáttunum Sopranos sem segja frá ítalskættuðum glæpaforingja í Bandaríkjunum og leikinn er af James Gandolfini.
Buscemi hefur getið sér gott orð fyrir að leika taugatrekkt og verulega vanstillt illmenni og er skemmst að minnast frammistöðu hans í Pulp Fiction og Reservoir Dogs. Ekkert hefur enn verið gefið upp hvaða hlutverk Buscemi fær að túlka, en tæpast má reikna með að hann leiki góðmenni.
|