mánudagur, apríl 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Vaknaði klukkan 6 í morgun og fór í workout - duglegur strákurinn!!

Fór svo á námskeið í dag og var alveg að sofna á köflum, erfitt að vakna svona snemma já. Annars fékk ég nett áfall í kvöld, sjónvarpið fór í hnút og fékk ég ekki vita fyrr en 1 klst seinna að þetta hefði verið vegna smá fikts annars manns í blokkinni, en nú er búið að laga það og Árni er glaður aftur :)

Fór að sjá Shanghai Knights í gær, fín mynd, þ.e. fín afþreying ekkert annað.

Annars fór ég á stórkallakvöld hjá FH á föstudag, þar sat ég og snæddi með ekki minni mönnum en Loga Ólafs, BoHall, Grétar Örvars og já Þóri Jóns (reyndar var henson líka þarna og þekkti hann mig frá skotlandi).
Þetta kvöld var nú samt stutt og laggott því ég var kominn heim upp úr miðnætti, en EE mætti nú ekki á svæðið fyrr en um 5, úr einhverju frænkupartýii!!!

Stefni á að vakna í fyrramál aftur, en þessi helv... löpp er að gera út af við mig, ég virðist bara ekkert ætla að lagast... Já þungt í loft.

Annars er ég að gera mig andlega tilbúinn á Steve-O um næstu helgi..
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar