þriðjudagur, apríl 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er búið að vera meira ruglið, búinn að vera að vesenast í litlu C forriti í dag, en það hefur ekki virkað síðan 9. september 2001. Ég hélt að það væri eitthvað að þessum tíma, en á þeimi tíma breyttist unix tíminn úr því að vera 999999999 (Sun Sep 9 01:46:39 2001) í 1000000000 (Sun Sep 9 01:46:40 2001), en svo reyndist ekkert vera að þessum tima (fyrir utan að vera helv. flottur) heldur var harðkóðað í því á einum stað, þar sem að það les eina línu úr einni skrá að línan ætti akkúrat að vera 25 stafir, en með þessum nýja tíma þá var hún orðin 26 stafir svo ég þurfti bara að breyta "==" í ">=" og þar með var málið leyst. Þessi saga segir manni ekki nokkurn skapaðan hlut og var alveg tilgangslaus.
Næsti flotti tími, þ.e. þegar hann breytist úr því að verða 9999999999 í 100000000000 er ekki til, en hæsti unix tími sem til er í dag er 2147483647 (Tue Jan 19 03:14:07 2038) og þá er tíminn búinn og því næsta víst að þá mun koma heimsendir. Og til gamans þá má einnig geta þess að tíminn 0 var klukkan 00:00:00 þann 1. janúar 1970.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar