Já, ágætis helgi að baki. Rómeo og Júlía var bara fjandi gott leikrit og við Sonja vorum bæði mjög ánægð með það.
Á laugardaginn fórum við Ánni svo á sveitt djamm. Byrjuðum á einum bjór á Ara í Ögri og fórum síðan á kaffibrennsluna þar sem við drukkum 3 bjóra hvor. Síðan fórum við á kosningagrill hjá Samfylkingunni (ekki vegna stjórnmálaskoðana) og borðuðum eina pylsu og keyptum bjór á evrópuverði sem var 200 kr. Þaðan var haldið á búlluna þar sem við spiluðum 17 leiki og drukkum c.a. 4 bjóra á mann. Leikar fóru þannig að ég vann 9 leiki og Ánni 8 ... mjög jafnt. Þaðan héldum við á Vegamót þar sem var pakkað af norsurum og góð stemming. Við kíktum síðan aðeins inn á staðinn við hliðina á Vegamótum, sem ég man ekki hvað heitir. Við enduðum síðan á mexíkanska staðnum, sem hét áður Tres Locos og vorum þar slatta lengi enda var þetta stalkers paradise og mjög skemmtilegt og fjörugt fólk þarna inni.
Ég tók um 160 myndir þetta kvöldið og eru þær helv.... skemmtilegar.
|