Þetta er mjög jákvætt:
SAMmyndbönd, umboðs og dreifingaraðili fyrir kvikmyndafyrirtækin Warner, Disney, Universal og Paramount hafa boðað að heildsöluverð á sölumyndbanda og DVD söludiskum lækki um 28-60% frá og með mánudeginum 7. apríl. Segir fyrirtækið að ástæðuna megi fyrst og fremst rekja til hagstæðara gengis Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni og hagstæðum samningum við kvikmyndafyrirtækin.
|