Við Sonja fórum í bólusetningu í gær og fengum við sprautur í báðar axlirnar og vorum sprautuð við þessu:
- Mænusótt
- Stífkrampa
- Barnaveiki (já, greinilega þurfa öldungar líka þessa sprautu)
- Lifrabólgu A
Þegar ég síðan ætlaði að borga (6300 kr. á kjaft) þá tóku þeir bara við debetkorti og þá kom í ljós að debetkortið mitt rann út í janúar. Greinilegt að maður er ekkert að nota það mikið. Ég þurfti því að fara í hraðbanka til að geta borga brúsann.
Ég er ennþá með verki í öxlinni, þ.e. í öllum axlarvöðvunum sem mér finnst skrítið.
Sæll Siggi.
|