fimmtudagur, apríl 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæjja rólegir páskar búnir hvað varðar allt skemmtanahald og vitleysu, en ég var á bakvakt alla páskana og var nóg að gera á þar. Var kallaður út nokkrum sinnum og einu sinni gat ég leiðbeint í gegnum síma. Nágrannarnir voru mjög rólegir um páskana og virðist sem svo að rónar fari líka í páskafrí. En strax og þeir voru afstaðnir þá voru þeir aftur komnir í "vinnuna" sína og halda uppi gamla tempóinu, þ.e. að vera fullur allan sólarhringinn. Í nótt fékk ég lítinn svefnfrið og reyndi íbúinn í "sumarbústaðinum" að brjótast inn í íbúðina fyrir ofan mig, en dóttirin í íbúðinni (ca 10 ára) var að fara inn til sín þegar maðurinn kom og ýtti henni frá og ætlaði bara að fara inn, en mamma hennar og bróðir mömmunnar ýttu manninum aftur út og hann ráfaði svo með flöskuna sína inn til sín, en missti hana á leiðinni svo hún brotnaði. Hún hringdi á lögguna sem kom með de samme og talaði við kallinn, en kom svo aftur og sagðist ekkert geta gert þar sem að hann væri með lögheimili þarna. Mamman vildi helst að honum yrði bara stungið inn, en það var nú ekki gert.

Eftir þetta var svo haldið partý fram eftir nóttu í "sumarbústaðinum" (en þau voru 3 í því) og spiluðu tónlist og voru með einhver læti og öskruðu stundum á hvort annað ýmsum ókvæðisorðum. Þegar klukkan var eitthvað farin að ganga 4 eða 5 var bankað á gluggan hjá mér af einhverjum sem býr ekki þarna, en kom út úr þessu húsi og sagði eitthvað sem ég skildi ekki. Þá heyrði ég manninn sem býr þarna að hann ætti að láta mig í friði. Spurning hvort hann vilji ekki bara hafa mig góðan áfram, enda hef ég ekkert kvartað persónulega við hann. Þessi sem bankaði á gluggan fór þá aftur inn, þau virðast svo hafa sofnað með útvarpið í gangi, því ég heyrði ekki múkk í neinum stuttu eftir þetta.

Ég flutti mig svo um nóttina inn í stofu og svaf þar í sófanum það sem eftir var nætur, þar sem að ég gat ómugulega sofnað undir tónlist frá "létt 95,7" eða hvað þessi stöð heitir.

Við í húsinu ætlum nú að taka okkur verulega á að hringja í lögguna og kvarta yfir minnstu tilefnum. Sjálf ætlum við ekkert að hætta okkur þangað.

Jæja, best að fara heim að kanna ástandið og gera sig tilbúinn fyrir fótboltann í kvöld.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar