Þetta voru fínir páskar og aðeins minni drykkja en um páskana fyrir 5 árum síðan þegvar við Hjölli djömmuðum alla páskana á laugarveginum þegar ég þar bjó. Svona var þetta annars:
Mið: Húsfundur og síðan afmæli hjá systur mömmu Sonju og við vorum komin heim um miðnætti.
Fim: Var með hálsríg og hausverk þegar ég vaknaði og eyddi fyrri helming dagsins í rúminu og Sonja hjúkraði mér. Seinnipartinn fór ég út að hjóla með Hjölla og fórum við niður í bæ og fengum okkur að borða á grillhúsinu og bjór á Sólon. Við fórum síðan heim til hans og fundum þar gamlar myndir af okkur félögunum sem ég ætlaði að fá lánaðar. Ég eyddi síðan því sem eftir lifði kvölds í að skanna en ég held að ég birti þessar myndir ekkert hérna, enda vorum við 20 ára á þeim og ekki mikið fyrir augað.
Fös: Við Sonja kíktum í kaffi til Dóra og kærustu hans og fengum ferðasögu þeirra um austur evrópu og góð ráð. Kíktum síðan á L.A. Kaffi og Ánni og Hjölli kíktu á okkur þar. Borgari og bjór. Kvöldið fór síðan í afslöppun.
Lau: Var að vinna fyrri hluta dags og fór síðan í badmintonmót seinnipartinn og síðan í sund (Kjalarnes). Um kvöldið var matur og bingó uppi á Kjalarnesi.
Sun: Fórum í góðan göngutúr uppi á Kjalarnesi og fengum vöflur þegar heim var komið. Við lögðum okkur fyrir matinn en mamma Sonju bauð upp á gómsætan kjúkling. Um kvöldið var horft á Amadeus og farið að sofa eftir þá sýningu (í kjallaranum er góð bíóaðstaða, risatjald og góðar græjur).
Mán: Fór í bæinn um hádegi og var að vinna fram undir kvöld og fór þá í tennis.
Já, ég myndi segja að þessir Páskar hafi bara verið nokkuð góðir fyrir sál og líkama og ég kíkti í ræktina í hádeginu í dag og hafði ég lést um hálft kíló yfir helgina þrátt fyrir að hafa borðað mikið af góðum mat og sælgæti.
|