þriðjudagur, apríl 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Þetta voru fínir páskar og aðeins minni drykkja en um páskana fyrir 5 árum síðan þegvar við Hjölli djömmuðum alla páskana á laugarveginum þegar ég þar bjó. Svona var þetta annars:

Mið: Húsfundur og síðan afmæli hjá systur mömmu Sonju og við vorum komin heim um miðnætti.
Fim: Var með hálsríg og hausverk þegar ég vaknaði og eyddi fyrri helming dagsins í rúminu og Sonja hjúkraði mér. Seinnipartinn fór ég út að hjóla með Hjölla og fórum við niður í bæ og fengum okkur að borða á grillhúsinu og bjór á Sólon. Við fórum síðan heim til hans og fundum þar gamlar myndir af okkur félögunum sem ég ætlaði að fá lánaðar. Ég eyddi síðan því sem eftir lifði kvölds í að skanna en ég held að ég birti þessar myndir ekkert hérna, enda vorum við 20 ára á þeim og ekki mikið fyrir augað.
Fös: Við Sonja kíktum í kaffi til Dóra og kærustu hans og fengum ferðasögu þeirra um austur evrópu og góð ráð. Kíktum síðan á L.A. Kaffi og Ánni og Hjölli kíktu á okkur þar. Borgari og bjór. Kvöldið fór síðan í afslöppun.
Lau: Var að vinna fyrri hluta dags og fór síðan í badmintonmót seinnipartinn og síðan í sund (Kjalarnes). Um kvöldið var matur og bingó uppi á Kjalarnesi.
Sun: Fórum í góðan göngutúr uppi á Kjalarnesi og fengum vöflur þegar heim var komið. Við lögðum okkur fyrir matinn en mamma Sonju bauð upp á gómsætan kjúkling. Um kvöldið var horft á Amadeus og farið að sofa eftir þá sýningu (í kjallaranum er góð bíóaðstaða, risatjald og góðar græjur).
Mán: Fór í bæinn um hádegi og var að vinna fram undir kvöld og fór þá í tennis.

Já, ég myndi segja að þessir Páskar hafi bara verið nokkuð góðir fyrir sál og líkama og ég kíkti í ræktina í hádeginu í dag og hafði ég lést um hálft kíló yfir helgina þrátt fyrir að hafa borðað mikið af góðum mat og sælgæti.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar