Ég er svona nokkurnvegin búinn að ákveða hvaða linsur ég ætla að kaupa mér þegar ég er kominn með Canon EOS-10D eða eitthvað svipað því:
Canon EF 50mm f/1.4 USM ($320)
Föst linsa sem er mjög björt og ágæt þegar maður notar ekki flass.
Canon EF 17-40mm f/4L USM ($760)
Víð súmlinsa með L gleri sem fær frábæra dóma og ætti að duga í flesta hluti.
Canon EF 75-300mm f/4-5.6 III USM ($215)
Aðdráttarlinsa sem Sonja á nú þegar þannig að hún kemur sterk inn.
Síðan þarf maður að kaupa sér flass og þetta er ansi líklegt:
Canon Speedlite 550EX TTL ($360)
Nokkuð ljóst að þetta mun kosta nokkuð og líklegast fer þetta upp í kafarabúningsverð þegar maður er búinn að kaupa linsurnar, flassið og myndavélina.
|