föstudagur, apríl 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Hringdi í gærkvöldi (um 10 leitið) í lögguna þar sem að nágraninn minn var að viðra konuna sína út í garði. Kastaði henni út á blett og datt reyndar við það sjálfur, en stóð svo upp með erfiðleikum, enda frekar valtur og staulaðist inn og lokaði á eftir sér. Konan lá út í garðinum með buxurnar niður fyrir rass og var frekar drullug og ílla útlítandi. Svona lá hún grátandi í grasinu í nokkrar mínútur, en á meðan hringdi ég í lögguna. Löggan var nú ekkert mikið að flýta sér en það tók hana ca 10 mínútur að koma, enda var hún aðeins að villast í hverfinu, en ég beið eftir henni upp á götu og sá þá þar sem að hún beygði í vitlausa átt, en kom svo. Þegar hún var komin þá var granninn búinn að fara út og hugga konugreiið og leiða hana aftur inn (þetta er svo mikið ljúfmenni). Löggan stoppaði samt sem áður í ca 10 mínútur inni hjá þeim, svona til að athuga hvort hann hafi verið að gera eitthvað meira en að viðra konuna.
Þegar loggan kom til baka ræddi ég aðeins við hana og þeir sögðu mér að ástandið á íbúðinni hafi bara verið nokkuð gott og bjuggust við að konan myndi sofna fljótlega, en hann gæti sennilegast verið að fram eftir öllu.
Ég reiknaði þá bara með partýi um nóttina, en rétt eftir að löggan var farin þá fór gaurinn líka, sennilegast fúll út í mig fyrir að hafa hringt og eyðilagt stemmarann.
Stuttu eftir það þá kom einn af "vinunum" í heimsókn með plastpoka og virtist vera þessi plastpokamaður sem syngur plastpokablús af og til. En þar sem að það svaraði enginn þá fór hann bara aftur.
þegar klukkan var farin að ganga eitt um nóttina kom gaurinn aftur heim til sín og byrjaði að taka aðeins til í íbúðinni sinni. Amk heyrðist það nokkuð vel og virtist hann vera mjög afkastamikill í tiltektinni. Konan vaknaði við þetta og einu sinni heyrði ég hana segja "ég skal drepa þig". Hann hélt samt ótrauður áfram við að taka til. Hann þurfti samt ekki að viðra konuna neitt aftur út á bletti, enda búinn að því. Þessi tiltektarárátta stóð yfir í ca klukkutíma, en eftir það var þögn og svaf ég vært það sem eftir var nætur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar