Þegar kemur að því að velja ljótasta plássið á landinu, það er helst að hafnarsvæðin geti verið helvíti ljót, en Patró skánaði heilmikið um daginn þegar turninn með húsinu ofaná var felldur. Krókurinn er í svo góðu umhverfi að það vegur doldið upp á móti, þó að blokkrnar á bakvið kaupfélagið séu helvíti ljótar og verknámshús FNV. Ætli ég velji ekki frekar bæ af suðurnesjunum, en nú heitir þetta víst allt saman Reykjanesbær fyrir utan Grindavík. En til að vera nákvæmari þá vel ég herstöðina í Keflavík sem ljótasta bæinn og ef það telst ekki bær þá fær Keflavík mitt atkvæði, fyrir að hýsa herstöðina.
|