sunnudagur, apríl 04, 2004
|
Skrifa ummæli
Vaknaður óvenju snemma á sunnudagi, vissi ekki að það væri til kl. 8, fyrir hádegi á sunnudegi. Ég er búinn að vera að lesa í klukkutíma í bók sem ég gaf Sonju í gær en hún heitir The complete Maus. Þetta er teiknimyndasaga sem hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir nokkrum árum síðan og er sannsöguleg og fjallar um líf manns í Auswitsch fangabúðunum og virðist vera nokkuð skemmtileg. Skemmtilegt að lesa um þessa tíma áður en við förum til Póllands og víðar í maí.
Annars hef ég verið að sanka saman drassli í "Cart"-ið mitt hjá Amazon og er ég að spá í að fara að panta fljótlega, það sem ég er að spá í er þetta:
  • Auschwitz: True Tales from a Grotesque Land - Sara Nomberg-Przuytyk; Paperback
  • The Drowned and the Saved - Primo Levi; Paperback
  • Survival In Auschwitz - Primo Levi; Paperback
  • Temps Des Gitans Et Kuduz (Soundtrack) - Goran Bregovic; Audio CD
  • Ederlezi - Goran Bregovic; Audio CD
  • Music for Films - Goran Bregovic; Audio CDc
  • Rick Sammon's Complete Guide to Digital Photography: 107 Lessons on Taking, Making, Editing, Storing, Printing, and Sharing Better Digital Images - Rick Sammon; Paperback
  • Dead Man - Jim Jarmusch; DVD
  • Lost in La Mancha - Keith Fulton; DVD
  • What's Eating Gilbert Grape - Lasse Hallström; DVD
  • Don Juan DeMarco - Jeremy Leven; DVD
  • Exit into History: A Journey Through the New Eastern Europe - Eva Hoffman; Paperback
  • Europe by Eurail 2004: Touring Europe by Train LaVerne Ferguson-Kosinski
  • The Thomas Cook Rail Map of Europe (Travel Essentials S.)
  • Night - Elie Wiesel; Mass Market Paperback
Ég segi nú bara: "Somebody stop me!". Ég á nú eftir að grisja eitthvað út af þessu og spurning hvort ég hafi t.d. eitthvað með Dead Man að gera á DVD þegar ég á hana original á VHS?

Annars er ótrúlega gaman að vera með allar þessar Discovery stöðvar (er með 4 og auk þess 2 aðrar fræðslustöðvar). Maður getur alltaf horft á góða fræðslumynd og núna er t.d. þáttur um einhvern egypskan farao, mjög skemmtilegt. Annars þarf ég fljótleg að far að vekja Sonju því hún þarf að fara að læra.

Helgin hefur bara verið nokkuð góð fram að þessu. Eftir vinnu á föstudaginn fór ég á Players (um 18 leitið) og hitti Hjölla og Ánna en þetta var fundur Tippfélags Hjörleifs Sveinbjörnssonar. Við settum saman dýrasta seðilinn og það fór því miður þannig að við náðum bara 9 réttum. Það gengur bara betur næst. Ég brunaði síðan heim og við Sonja borðuðum saman pottrétt sem var mjög ljúffengur.
Við skelltum okkur síðan á Passion of Christ kl. 22:30 í Smáranum. Sat einhver feit kelling við hliðina á mér sem samkjaftaði ekki allan tímann við kærastann sinn og fólk í kring var orðið mjög þreytt á henni (þetta var ekki Sonja heldur konan sem við sátum við hliðina á). Myndin var verulega hrottaleg og verð ég að segja og seinni helmingur myndarinnar er bara misþyrmingar á aumingja manninum. Þetta er mjög áhrifamikið en ofbeldið kannski fullmikið og spurning hvort þessi mynd hafi bara átt að sjokkera og þá til hvers? Ætli tilgangurinn sé að fólk sjái hvað hann þurfti að ganga í gegnum og ef svo er þá er þetta bara túlkun á þessum atburðum því þessar blóðugu lýsingar eru ekki í bókinni (hef reyndar ekki lesið hana). Sonja var ekki að fíla myndina en mér fannst hún ágætt, en ég hef verið á því frá því Mel Gibson lék Hamlet um árið (betur en margir lærðir Shakesphere leikarar) að hann sé mikill snillingur.
Í gær byrjaði ég daginn á því að fara á Players með Gubba litla, Hjölla og Ánna og var mæting kl. 10:20 stundvíslega. Við horfðum á United taka Arsenill í kennslustund og fengum okkur pizzu að borða. Ánni var nú ekki sáttur með úrslitin og líklegast jafn fúll og ég hefði verið ef úrslitin hefðu farið á hinn veginn. Þegar ég kom síðan heim lagði ég mig í smá stund og kíkti síðan með Hjölla á Súfistann, þar sem við sátum í 2 klst og borðuðum kökur, kaffi og kakó og lásum blöð. Ég var kominn heim kl. 18:30 og þá fórum við Sonja upp á Kjalarnes í mat en það var ljúffengur kjúklingur á borðstólnum. Við fórum síðan að skúra í Álfsnesi (ég vaskaði upp) og pikkuðum Hjölla upp um 22 leitið og kíktum í Videohöllina. Þar tókum við Analize that sem þau tvö voru ánægð með en mér fannst ekkert spes. Ég skutlaði síðan Hjöllanum mínum heim um kl. 1.

Í dag ætla ég að taka því rólega, Phótóshoppast aðeins, vinna aðeins, fara í göngutúr aðeins og kannski borða aðeins. Óþarfi að skrifa meira því það eru allir löngu hættir að lesa.

Chao.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar