Skellti mér á Joaquin Cortés í gær með Sonju, mömmu hennar og frænku. Fín sýning og drengurinn er helv... góður og flottur. Skemmtilegt að hafa séð þetta.
„Áhorfendur klöppuðu og stöppuðu svo mikið að ég hélt að þakið myndi rifna af húsinu," sagði Sif Aðils þegar hún gekk út af sýningu Joaquín Cortés í Laugardalshöll í gærkvöld. Hún var dauðþreytt eftir upplifunina. "Sýningin var svo stórkostleg að það var eins og ég hefði verið að dansa allan tímann sjálf."
Fólk stóð mörgum sinnum upp til að fagna og stappa í gólfið, segir Sif. Stígandi var mikil í sýningunni sem Cortés bar uppi ásamt hljómsveit og söngvurum. "Það var rífandi stemning."
|