miðvikudagur, apríl 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá getur maður loksins farið að drulla sér heim. Missti meiraðsegja af bjórfundi áðan þar sem ég var bara á fullu að vinna. Fyrst þarf maður nú samt að safna saman gögnum fyrir fundinn í fyrramálið. Nú fer æfingatímabilinu í 1x2 að ljúka og því hægt að fara að tippa til að vinna og græða milljónir. Enda veitir víst ekki af.

Þetta er nú hætt að vera fréttaefni, en síðastliðin nót var í einhverju rugli hjá nágrönunum, en þetta næturbrölt og gestagangur fram eftir nóttu virðist ekkert ætla að dala neitt. Þetta er bara eymd og volæði eins og það gerist verst á Íslandi. Fyrir vikið er maður alltaf frekar þreyttur á morgnanna. En það er lítið við þessu að gera nema að bíða eftir að þau hröklist út úr húsinu, en leiðinlegt að segja svona, en allir vona að bankinn taki þetta af þeim og þetta verði bara selt á nauðungaruppboði. Þau eru jú ekki í neinni vinnu og afborganir lána af húsinu eru um 70 þús á mánuði og eiginlega alveg furðulegt að þau skuli vera þarna enn.

Jæja, best að fara að snúa sér að einhverju uppbyggilegu, þ.e. fara að vinna í fundargögnum fyrir fundinn í fyrramálið.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar