fimmtudagur, apríl 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Já, góð hugmynd að fara að ræða EM og byggja upp spennu fyrir sumarið. Ég er byrjaður að saga sperrurnar og er byrjaður að bolta þær saman. Þegar það er búið fer ég svona að teikna HM hornið upp og skipuleggja (extreme building).

Annars er lið frakka ekki árennilegt, það verður að segjast. Silvestre er líka þarna, ekki gleyma honum og þeir eiga líka góða sóknarmenn fyrir utan Henry sem er gjörsamlega ofmetinn ;-). Þeir voru nú með ansi sterkt lið á pappírnum á síðasta HM en skoruðu ekki mark, þannig að það er spurning hvernig þeir verða stemmdir ... kannski hjálpar það þeim núna að vera ekki of hrokafullir.

Ég held að portúgal verði líka sterkir, og ekki skemmir að þeir eru á heimavelli og hafa marga öfluga leikmenn í sínum hópi en ekki þannig að þeir byggja liðið upp á einstaklingum heldur getur liðsheildin orðið sterk, sem ég er ekki viss um að frakkarnir nái. Ítalir eru líka alltaf öflugir og gætu hæglega skotið öll þessi lið niður og síðan veit maður ekki hvernig England mun standa sig, en ég hef nú ekki of mikla trú á þeim. Ítalía vs. Portúgal í úrslitum og Frakkar hirða 3ja sætið.

Annars munu Litháenar varla geta mikið því Íslendingar voru í raun ekkert verri en þeir á útivelli í gær án Eiðs Smára.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar