Ég tók niður Pálma myndasíðuna mína um daginn því ég frétti út í bæ að þetta var orðin vinsæl síða hjá nemendum í HR og ég held að hann megi nú ekki við því að missa virðingu hjá nemendum.
Siggi hefur oft spurt mig um það hvenær ég uppfæri myndasíðuna af Pálma og ég hef trassað það. Spurning hvort ég komi upp nýrri síðu á SmugMug tileinkuð Pálma. Spurning hvort við ættum að hafa skoðanakönnun í athugasemdakerfinu um það. Líka gaman að fá frá fólki aðrar hugmyndir um ljósmyndagallerísþema. Hjöllamyndasíða kæmi kannski sterk inn.
|