Já þessi vika er búinn að vera skrýtin - í raun er tímarnir frá páskum búnir að vera mjög skrýtnir. Í stuttu máli þá fór ég á námskeið í Access vikuna eftir páska og var það alla morgna í viku, svo þurfti ég að vinna til 19-20 hvert kvöld og því var alveg brjálað að gera og lítið annað gert enn að vinna. Helgina eftir það hitti ég aðeins Jóa og Hjölla í veislu til heiðurs systur hans Jóa, var það fínt bara og ágætis skemmtun. Vikuna á eftir var enn jafn mikið að gera og á miðvikudeginum - síðasta vetrardegi sagði starfsmaður hjá mér upp og síðan þá hefur álagið aukist frá degi til dags þar sem ég vinn orðið 1,5 stöðugildi, náði að dreifa 0,5 stöðugildi á aðra aðila.
Nú til að jafna mig á þessu áfalli þá ákvað ég og Hjölli að spila fótbolta um kvöldið (HS drakk 5 stóra bjóra áður en spilað var) og eftir það var farið á smá skrall, pool, grandarinn og endað á pressuballinu þar sem ég hitti nokkra samstarfsmenn mína og auk þess "gamlann" kennara að nafni Arne.
Nú mikið var skrallað og drukkið og náðum við að skralla til 5 um morgunin og var því sumardagurinn fyrsti eftir þeim atvikum. En góð skemmtun var það.
Nú helgina eftir var skellt sér á árshátíð (gleymdi að nefna að ég fór á Violent Femmes tónleika á fimmtudeginum og voru þeir miklir og góðir) - fór ég á Hótel Ísland og var því miður einn þar sem EE var að læra undir próf. Þetta var svo sem ágætt, en þetta er alltaf að verða ópersónulegra og ópersónulegra með hverri hátíðinni, enda um 600 manns á svæðinu.
Nú þessi vika er bara búin að vera undirlögð vinnu og sé ég fram á það sama út maí því miður - en gaman er í vinnu samt. Næsta vika ætti að vera rólegra þar sem öll stjórnin fór til London þ.a. mýsnar fá að leika sér og ég mun leika einvald hér hjá Delta, amk eins mikið og ég kemst upp með.
Er nú að leita að nýjum starfsmanni í logistic stöðu og vonast til að auglýsa eftir helgi.
Já nú er ég búinn að summera upp það litla sem hefur gengið á í mínu lífi undanfarið, en nú er komið sumar og tími til að fara að leika sér.
|