fimmtudagur, júní 30, 2005
|
Skrifa ummæli
Stafrænn Jóhann
Það er farið að vera ansi lítið hillupláss heima eftir allar búddastytturnar sem við keyptum í Asíu og því höfum við verið að pæla aðeins hvernig má breyta heima til að búdda og annað fái að njóta sýn. Ég hef sagt þvert NEI við því að færa geisladiska, DVD diska og VHS spólur úr hillum þar sem þessir hlutir eru í augnsýn mér og gestum til yndisauka. Ég er hinsvegar aðeins farinn að bakka með þessa sýn og langar helst núna til að gera eins og Kiddi félagi minn og rippa bara alla CD diskana og henda þeim síðan niður í geymslu, enda er þetta að verða úreltur hlutur. Ég á um 600 diska og því taka þeir ansi mikið pláss og liggja síðan út um allt eftir góð partý og maður fer að vera orðinn þreyttur á þessu. Önnur hugmynd er að fá sér bara stórar möppur undir þá og hafa hvern disk þar með bókinni en henda hylkjum í geymsluna (eða jafnvel á haugana en ég held ég sé ekki tilbúinn í það). Original VHS spólurnar hafa þjónað hlutverki sínu og höfum við varla snert þær síðustu ár og allur sá fjöldi af VHS spólum sem ég hef tekið upp á í gegnum árin taka bara pláss, þó ég myndi nú halda snilld eins og radius, fóstbræðrum o.flr. uppi við. DVD diskarnir standa enn fyrir sínu en ég býst nú við að þeir fari sömu leið eftir 4-5 ár þegar maður er með allar sínar myndir í tölvuboxi við sjónvarpinu (eða inni í sjónvarpinu). Þetta er allt á hugmyndastigi og ég er ekki búinn að sannfæra sjálfan mig ennþá um hvað skal gera (ég veit samt að Sonja myndi vilja losna við CD diskana og VHS spólurnar niður í geymslu).
    
Eru menn farnir að tilbiðja Búdda?
16:41   Anonymous Nafnlaus 

Maður getur alveg verið með plakat af Eiði Smára eða Clint Eastwood uppá vegg án þess að tilbeiðsla komi málinu við ...

Annars er ég hlynntur þessari rip-hugmynd, stjúpi minn gerði þetta við e-r hundruð diska sem hann á og herlegheitin komust öll á 3 DVD diska.
20:14   Blogger Burkni 

Er síðasta vígið að falla?
14:23   Blogger Árni Hr. 

Maður skildi nú við plakötin þegar maður var 15 ára.
Búdda er kannski meira fullorðins.
16:23   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar