IKEA og tennis
Ég fór að ráði Hauks, Hjölla og Sigga og keypti mér félagskort í tennisfélagi Víkings og kostaði það 5000 kr., og má maður spila á útivellinum þegar maður vill án þess að borga meira fyrir það. Ég er meðlimur nr. 9 en Haukur er nr. 1, Siggi nr. 2 og Hjölli 3. Við spiluðum úti í gærkvöldi í um 2 klst í roki og rigningu og var það bara ansi hressandi - liðin gerðu jafntefli, Siggi og Haukur mörðu jafntefli í oddalotu.
Við Sonja fórum í IKEA í gær og ætluðum að kaupa náttborð þar og borðið sem okkur leist best á var ekki til og ætluðum við þá að kaupa annað borð og var það líka búið og einnig þriðja borðið sem við gerðum tilraun til að kaupa - þá gengum við bara út.
Það virðist vera almennt bloggleti yfir mannskapnum, veit ekki hvað það á að fyrirstilla, fyrsta blögg Pálma í dag í 2 vikur og Árni hefur bara bloggað 1x síðustu 3 vikurnar, verðum að vera duglegri við þetta.
Núna er ég að hlusta á System of a Down, nýja diskinn og er hann ansi þéttur .... rokkið lifir!
|