þriðjudagur, júní 28, 2005
|
Skrifa ummæli
Sumarveður
Burkni gerði fyrir okkur smá tölfræðilega úttekt á veðri yfir sumartímann á Íslandi og er notast við gögn frá 1949. Notast var við gögn á brúðkaupsvef vedur.is og það sem kom á óvart þegar tekið var meðaltöl niður á dag að góðviðri er áberandi minnst um verslunarmannahelgi, þannig að það er greinilega ekki bara goðsögn.


Ekki þótti ástæða til að birta raungögnin (prósentutölur hvers dags) því þar er heldur mikið flökt (suð). Þess vegna voru reiknuð tvenns konar meðaltöl. Fyrra grafið sýnir hlaupandi vikumeðaltöl, sem þýðir í raun að 7 daga glugga er rennt samfellt yfir gögnin. Þar sést einna helst greinileg uppsveifla í "góðviðri" eftir því sem líður á sumarið, og að ágúst og júli eru mun votviðrasamari en júní.




Hér eru vikurnar teknar beint, þ.e. meðaltal 1. 2. .... osfrv viku sumars. Hér sést í raun það sama og á efra grafinu en með minni sveiflum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar