sunnudagur, júní 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Sunnudagsbíltúrinn
Sunnudagsbíltúrinn var farinn í gær, Laugardaginn 18. júní. Við (ég og Matthew) höfðum svosem ekkert sérstakt fyrir stafni, svo við ákváðum bara að skreppa í smá bíltúr þar sem að við nenntum eiginlega ekki að gera neitt, en samt að gera eitthvað.
Byrjuðum á því að skoða hjól í Smáralind, en svo var stefnan tekin út úr bænum. Haldið var á Suðurlandsveginn, en fljótlega var beygt til vinstri á Nesjavallaleiðina til Þingvalla. Þegar komið var að gatnamótunum við Nesjavelli, var beygt til hægri og keyrðum við norður, austan megin við vatnið (sem var óhjákvæmilegt þar sem að vig beygðum til hægri).
Við áðum svo við þjónustumiðstöðina í þjóðgarðinum og fengum okkur þar ís í boxi. Eftir ísinn tók ég svo beygju til hægri rétt eftir að maður keyrir frá þjónustumiðstöðinni í átt að Reykjavík, þ.e. Uxahryggjarveginn og héldum við áfram eftir þeim veg í allangan tíma, eða þar til að við komum að gatnamótum rétt við Skjaldbreið. En þá gátum við valið að fara í Kaldadalinn eða Borgarnes (59km). Við beygðum til vinstri í áttina að Borgarnesi.
Við tók frekar jafn leiðinlegur vegur og við vorum búnir að vera á allan tíman, en þetta var nú samt nýtt fyrir okkur, svo það gerði ekki svo mikið til, en það versta var að sólin var alveg að steikja okkur inn í bílnum og ekki var hægt að keyra með opna glugga því þá kom svo hrikalega mikið ryk inn í bílinn.
En á endanum komumst við í Borgarnes og vorum við þá farnir að verða frekar svangir enda kominn kvöldmatartimi. Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir að stoppa á bensínstöðinni til að éta svo ég keyrði því aðeins inn í bæinn og sáum við þar litlu vinalegu krá, sem jafnframt var hinn ágætasti veitingastaður.
Þarna inni fékk maður það virkilega á tilfinningunni að maður væri staddur út á landi, en þegar við gengum inn þá stóð (að mér virtist) eigandinn og bauð okkur góðan daginn og við sögðum honum að við ætluðum að fá okkur eitthvað að borða og brást hann fimlega við og rétti okkur samstundis matseðla. Þarna var ýmislegt á boðstólnum, en Matthew fékk sér hamborgara og franskar, en ég stóðt ekki mátið og fékk mér nautasteik (200g) með frönskum. Svo bað ég líka um appelsín, en hann átti bara til fanta, svo ákvað ég því að fá mér bara fanta í staðinn. Þá spurði hann mig hvort ég vildi venjulegt eða "læt" og svaraði ég "bara venjulegt". Þá sagðist hann að honum finndist "læt" vera miklu betra, væri ekki eins súrt og það væri mun frískara á bragðið. Ég skipti því um skoðun og ákvað að prófa það, en hann sagði að ég mætti alveg fá hitt, en þetta var bara það sem honum fannst. En ég treysti honum og fékk mér "læt" og sá ég ekki eftir því.
Saddir og sáttir héldum við nú heim á leið, með "langa sela og skuggana" í græjunum.
Svo um kvöldið var horft á smá DVD, nánar tiltekið myndina "Elektra" og var hún arfaslök, en samt var hægt að hafa smávegis gaman af henni á köflum, en í heildina séð var hún frekar léleg.

Í dag er ég nú búinn að horfa á Alien vs Predator eins og komið hefur fram nú þegar hér neðar á síðunni.

Og nú þegar ég skrifa þetta þá er ég að hlusta á finnsku hljómsveitina "Elekeläiset" þar sem hún tekur þekkt lög úr poppgeiranum og flytur þau í finnskum polka stíl með harmonikku sem aðalhljóðfæri og er jafnframt búið að snúa næstum öllum textum yfir á finnsku og er þetta hin besta skemmtun og minnir doldið á Geirfuglana, þ.e. þegar þeir taka lög eins og "Niðurtalning" og þessháttar.

Jæja það er komið vínarbrauð og te á borðið svo ég læt þetta gott heita.
    
Heimasíða hljómsveitarinnar er hér Eläkeläiset
11:01   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar