þriðjudagur, júní 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Angelo - veitingahúsastrump
Borðaði á laugardagskvöldið á veitningastaðnum Angelo, en það er tiltölulega nýr veitingastaður á Laugavegi 22a.

Staðurinn er skemmtilega innréttaður, með blöndu af spænskum kastalastíl með nútímalegum blæbrigðum.
Pantaði ég mér svínasteik og köku og kostaði rétturinn 2900 kr. Aðeins 3 tegundir af bjór voru til sölu og var ég ekki í stuði fyrir neina þeirra og fékk mér því bara vatn með matnum. Á meðan beðið var eftir matnum kom inn einhver gaur með 2 kellingar með sér og settust á næsta borð. Á meðan þau voru að hugsa málið tókst þeim að kveikja í matseðlinum og var því svolítil brunalykt þarna inni í smá stund en hún dofnaði sem betur fer á nokkrum mínútum.
Þegar maturinn loksins kom, þá var hann ekki mjög heitur og verður að segjast að ég held að ég eldi nú yfirleitt betra svín sjálfur og kann ég þó ekkert að elda, en ég borðaði það nú samt. Þetta var ekkert slæmt, en heldur ekkert spes, miðað við að steikin kostar 2650 kr á matseðli. Eftir langa mæðu kom svo loks eftirrétturinn, en það var aftur á móti mjög ljúffeng súkkulaðikaka, með ís og rjóma og var hún hverrar krónu virði, enda hafði þjónninn sagt mér að hún væri mjög góð.

Það verður víst að segjast að þjónustan var með allra slakasta móti, enda aðeins 2 þjónar að vinna þarna og staðurinn nánast fullur. Þeir misstu mjög oft hluti í gólfið og þar sem að þarna er flísalagt gólf þá heyrðist út um allt í hvert skipti sem gaffall datt. Annað varðandi þjónustuna þá einbeittu þjónarnir sér svo rosalega mikið að þjóna fólkinu á næsta borði (var sennilegast eitthvert merkikerti úr stjórnmálageiranum) að þeir hreinlega flýttu sér í burtu og snéru yfirleitt í mann baki svo næsta ómugulegt var að ná einhverju sambandi við þá og komu þeir t.d. aldrei og spurðu hvort að mann vantaði eitthvað eða hvort að það væri hægt að bjóða manni eitthvað meira, t.d. kaffi eða eitthvað slíkt, því öll sú orka fór í næsta borð.

Í stuttu máli sagt um þennan stað: Flott innrétting, léleg þjónusta og of dýr matur miðað við gæði.

Þar sem að ég fer nú ekki út að borða til að dást að innréttingum, heldur til að njóta matarins og góðrar þjónustu þá get ég ekki gefið þessum stað meira en 1 stjörnu fyrir góðan eftirrétt og flotta innréttingu (þjónustan hefði gefið 1 í viðbót og betri matur líka og 4 stjarnan hefði komið ef að allt væri meira en hægt er að ætlast)

En þetta er nú nýr staður og vonandi á hann eftir að bæta sig því það væri örugglega gaman að koma þangað aftur og njóta góðrar þjónustu og borða góðan mat.

Á sunnudagskvöldið fór ég svo á Ruby Tuesday og verður að segjast að þar var þjónustan hröð og liðleg og maturinn kom fljótt og bragðaðist mjög vel og gef ég þeim stað hiklaust 3 stjörnur, enda hef ég aldrei orðið fyrir vonbrigðum þar.
    
Hver fór með þér þessi tvö kvöld, var þetta rómantískur kvöldverður eða var þetta vinnugigg? Svona detail verða að sjálfsögðu að fylgja góðu bloggi.
22:00   Blogger Árni Hr. 

Í bæði skiptin var Matthew með mér. Og þar sem að ekki var neitt minnst á tennis í blogginu þá set ég hér inn smá klausu um það líka.

Fyrsti útitíminn var á mánudagskvöldið og gerðust Sigurður, Haukur og Ég félagar í Tennisklúbbi Víkings og borguðum fyrir það 5000 kr. Það er skemmst frá því að segja að Sigurður átti mjög góða leiki um kvöldið og vann hann Hauk tvívegis og mig einu sinni. Ég sigraði Hauk 7-5, en Sigurð 6-1.
13:26   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar