Svefnleysi
Hringdi í gær í lækni vegna svefns míns eða svefnleysis sem er kannski réttara. Ég sagðist nú ekki vilja fara í einhverjar pillur osfrv og var hann svo sem sammála því, kom með nokkur ráð sem ég ætla nú að deila með slemburum. 1. Kamillute með Hunangi 2. Kaupa svefngleraugu til að losna við birtu 3. Göngutúr fyrir svefn eða heit sturta 4. Baldrian - náttúrulyf sem er notað til að slaka á 5. Flóuð mjólk með hunangi. Já nokkur góð ráð, eitt bættist svo við en það var að drekka sig til svefns á hverju kvöldi, en það kom reyndar ekki frá lækni og er ég ekki viss um að morgunmaðurinn yrði sáttur við það. En eitthvað verður prófað og sjáum hvort þetta lagist ekki eitthvað, reyndar veit ég að þetta lagast með myrkrinu, ég er vanur að sofa lítið á sumrin en nú vakna ég reglulega 3-4 sinnum yfir nóttina og finnst mér það fullmikið.
|
Við settum álpappír í gluggann til að myrkva svefnherbergið algerlega - þú gætir kannski prófaða það :)
17:32
Pottþétt ráð til að sofna, notaðu öll í einu!
Blandaðu þér Kamillute með hunangi og helltu flóaðri mjólk út í það Settu á þig svefngleraugu og skelltu þér út með te-bollan og pilluglas af Baldrian í reykvíska sumarrigningu og sturtaðu herlegheitunum í þig.
08:27
Fyrsta sem ég prófaði var að myrkva herbergið alveg og virkaði það að hluta til - nú svar ég amk til 5 non stop þ.a. þetta er allt að koma :)
08:37 Árni Hr.
|
|