fall er fararheill
Á sunnudag fór ég á mótorhjólið, fór ég í Sólbrekkubraut en hún er við Grindarvíkurafleggjara (í Sólbrekku sem sagt). Var þar í 2 tíma og keyrði á fullu og var helvíti gaman. Engin slys þann daginn. En vegna þess að það var svo gaman þá var ákveðið að taka stuttan dag í vinnunni í gær og var ég mættur klukkan 16.00 á sama stað. Byrjaði þetta allt vel en þegar ég var orðinn full sprækur þá fór ég á stökkpall, snéri hjólinu örlítið til hliðar í loftinu og man ég að ég hugsaði með mér að þetta endar illa, já og viti menn það gerði það. Ég flaug á hausinn á töluverðri ferð, þ.e. þegar ég lendi þá small ég duglega í brautina. Strax fann ég að öxlinn hafði skollið illa í en ég stóð þó upp labbaði nokkra hringi í kringum sjálfan mig á meðan sjokkið var að renna af mér. Tók svo hjólið og færði það út úr brautinni. Nú vegna þess að adrenalínið var á fullu og ég í hálfgerðu sjokki þá ákvað ég að fara aftur til að venja mig við aftur upp á næsta skipti, svo ég myndi bara hugsa um þetta næst þegar ég ætlaði að fara og myndi því hætta við. Ég tók nokkra hringi í viðbót, í síðasta hringnum datt ég næstum tvisvar í beygju og þá ákvað ég að nú væri nóg komið og farið heim. Ég vissi svo sem að dagurinn eftir yrði slæmur í líkamanum og stendur það fyllilega, ég er helvíti slappur í dag og sérstaklega í vinstri öxl. Sem betur fer er ég bara að fara að horfa á fótbolta í kvöld... Já enginn sagði mér að þetta væri hættulaus íþrótt.
|
Tja, þú ert þó óbrotinn sem betur fer
10:13 Hjörleifur
|
|