föstudagur, júlí 01, 2005
|
Skrifa ummæli
Bílavika
Tja, eitthvað lítið bloggað í vikunni og best að bæta aðeins úr því.
Best að byrja á bílamálunum, en í síðustu viku fór ég að heyra einkennileg hljóð í bílnum og stoppaði ég þá strax bílinn til að athuga hvað væri að, en sá ekki neitt og datt helst í hug að það væri bara einhver steinn að skrölta um einhverstaðar. Hljóðið fór svo, en kom aftur og fór og kom aftur og svo á mánudagskvöldið þegar ég var að fara að sækja Jóa í tennisinn þá var þetta hljóð mjög slæmt, en ég sótti nú samt Jóa og við fórum í tennis og eftir tennisinn kíktum við á bílinn, en sáum ekkert að. Við skrúfuðum hægra framdekkið undan, því hljóðið virtist koma þaðan, en það var bara ekkert að sjá. Ég keyrði því Jóa heim og lagði svo bílnum heima hjá mér.
Á þriðjudaginn kíkti ég betur á bílinn og eftir dágóða stund komst ég að þeirri niðurstöðu að lega væri farin á hægra framhjóli, en það var örlítið skrölt þar, sem ekki var á vinstra hjóli. Ég hringdi því á bílaverkstæði og sagði þeim fréttirnar og fékk ég tíma hjá þeim í gærmorgunn.
Síðar þann sama dag hringdi viðgerðarmaðurinn af verkstæðinu í mig og sagði mér að legan hefði verið handónýt og viðgerðin kostaði 23000 krónur (sem var nokkuð nálægt því sem þeir voru búnir að segja mér að þetta kostaði). En vinnuþátturinn var stærsti hlutinn af þessu, eða rúmlega 16000 krónur með virðisaukaskattinum.

Í gærkvöldi fórum við Matthew á War of the worlds (Innrásin frá Mars) og var hún bara þrusugóð og mjög flottar tæknibrellur í myndinni, enda Steven Spielberg mynd. Ætla ég ekkert að segja neitt meira um hana til að skemma ekki fyrir ykkur sem eiga eftir að sjá hana, en ég gef henni alveg ***1/2

Ekkert spes plan fyrir kvöldið, en á morgunn verður farið í afmæli til Steinars Sindrasonar, en hann verður 1 árs þá.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar