mánudagur, júlí 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Bloggidíblogg
Fádæma rólegt hérna á blogginu núna og spurning hvort það verði ekki bara að taka frí í einn mánuð á sumrin eins og á sjónvarpinu í gamla daga.

Helgin var mjög fín, fórum vestur í Arnarfjörð á föstudaginn og tókum okkur góðan tíma í að keyra vestur. Við lögðum af stað kl. 14 og vorum komin í sveitina um hálf tvö um nóttina. Daginn eftir var byrjað á því að sýna Sonju útihúsin í Feigsdal og síðan farið í jarðarför á Bíldudal. Seinnipartinn fengum við lánaðan Subaru Impreza bílinn hennar Særúnar og keyrðum út í Selárdal enda var ótrúlega ljósmyndavænt veður úti, skuggar, ljós og þoka. Um kvöldið var grillað í Feigsdal og voru ansi margir þar og seinna um kvöldið farið í Hvestu að skoða gamla bæinn og stífluna. Jón bóndi og sonur hans ferjuðu hópinn upp fjallið og var á pallbílnum hans Jóns 11 manns og 6 í jeppanum. Daginn eftir fórum við síðan að veiða með Ægir litla og síðan heim með Gubba litla og Grétu.


Ég ætla að láta eina mynd fljóta með en þessa tók ég á leiðinni vestur af gömlu eyðibýli sem er ekki langt frá þjóðveginum. Við þurftum að klifra yfir hlið og fara inn á land bóndans til að komast að því en það var þess virði því þetta var ansi flott hús og skemmtilegir hlutir inni í því, t.d. gamall plötuspilari með plötu á.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar