L8
Dagur útbreiðslu ófrumleika í almenningstónlist er liðinn. Þetta var eins og að sjá sveitafólk koma út úr dalalæðu og heyra það syngja endalaust Vertu hjá mér Dísa á útihátíð. Dísa samtímans fékk þó hærri glym, heimsathygli, hjúpuð ljósadýrð: Björgum Afríku! Hverju getur frægðarsjúkt, sjálfsánægt fólk bjargað, týnt í tilfinningavell, svo hræðilega miðaldra að það hefur enga hugmynd um hrukkur sínar á sál og líkama? Það gæti ekki einu sinni dáið fyrir geisladiskana sína. Tvær nunnur og ein hjúkrunarkona gerðu meira gagn í Afríku en milljónirnar sem hefðu bara átt að vera heima og reyna að runka sér í frjálsum takti fyrir framan sjónvarpið.
Guðbergur Bergsson
|