mánudagur, júlí 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Helgin
Um helgina var farið á ættarmót á Minniborg í Grímsnesinu. Þetta var hin besta ferð og ætla ég að lýsa nokkrum skemmtilegum atriðum.
Á föstudeginum þá var tekið meira og minna frí í vinnunni, mætti 8.30 og var búinn um 10.00, þá var undirbúin ferðin og ákvað ég að taka mótorhjólið með mér. Nú um 13.00 vorum við tilbúin að fara og rúlluðum við af stað, fyrsta stopp var við Rauðhóla þar sem ég tók hjólið mitt af og keyrði meðfram upp að Litlu Kaffistofu. Þar var hjólið tekið aftur á og við keyrðum af stað í Grímsnesið. Þar sem við vorum langt á undan flestum öðrum þá var ákveðið að koma við í Reykholti og skella sér í laugina í þessu frábæra veðri sem var þá.
Nú þegar við komum á staðinn þá voru þetta 7 bústaðir sem voru í hring og girt af, í miðjunni var grill, 3 pottar og bekkir til að borða á osfrv. Þetta var snilldarsvæði og fyrsta sem við gerðum var nú bara að slappa af, leyfa hundinum að hlaupa um og borða eitthvað.
Nú föstudagskvöldið var nú frekar rólegt, að sjálfsögðu var skellt sér í pott og 2-3 bjórar kláraðir en svo ekki meira þar sem ég ætlaði að vera tilbúinn að fara á hjólið á laugardeginum.
Nú á laugardeginum var byrjað á því að vera með einhverja leiki og kynningar osvfrv. Að sjálfsögðu vann undirritaður og hans hópur keppnina.
Nú um 14.00 þá ákvað ég að skella mér á Selfoss í braut, þetta var frekar erfið braut og var ótrúlega heitt þ.a. ég átti erfitt með að keyra þarna, en náði þó 2 tíma workouti þ.a. þetta var bara fínt. Til að byrja með var ég nú bara einn í brautinni og var nú að monta mig við EE hversu stökkin mín væru nú orðin löng osfrv, síðan koma 16 ára grislingur með spangir og við vorum að tala um nokkuð aðra hluti, hann hefði getað stokkið yfir bílinn minn ef hann hefði viljað. Nú sem betur fer var ég að hætta svo ég varð mér ekki til mikillar skammar.
Eftir þetta var haldið í bústaðinn og gert tilbúið fyrir grill kvöldsins, ég var með úrvals nautakjöt sem var grillað og borðað um kvöldið.
Um kvöldið var svo minglað við ættingja, bjór drukkinn, smá rauðvín og já eitt whisky glas meira að segja (12 ára chivas). Einnig var farið í pottinn amk 2 og allt í allt var þetta bara fínt.
Á sunnudeginum vaknaði ég bara nokkuð frískur, við keyrðum heim í hitanum, tókum Þingvallaleiðina og var mikil traffík á þeirri leið.
Í þessari ferð fékk hundurinn okkar hann Gutti mikla útrás, þarna var annar hundur og því var mikið stuð og mikil hlaup. Hann var svo þreyttur að þegar við komum heim um 17 í gær þá lagðist hann niður og svaf þangað til í morgun, færið sig bara reglulega til og svaf - já hið ljúfa líf.
    
Greinilega fín helgi hjá þér, hvenær koma myndir inn?
11:19   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar