Dudes
Jamm, ekki mikið að frétta hérna - mjög mikið að gera í vinnu og utan vinnu sem er gott. Pálmi þotinn á rútunni út á lat með fjölskylduna á vit ævintýranna og kemur ekki aftur fyrr en eftur mánuð í vinnu. Ég tek við hans málum á meðan og Haukur er líka frá þannig að ég þarf að sinna öllu sem kemur upp á á meðan og því mikið að gera. Í gær fór ég eftir vinnu og hitti Dóra niðri í bæ en hann er vinur Hauks og kenndi honum aðeins á nýju myndavélina sína (350D) og grunnatriði ljósmyndunnar og síðan vorum við bara að taka myndir og kjafta og tókum við tæpa 4 fjórar klukkustundir í þetta. Gerði smá tilraunir í að taka myndir af brettastrákunum niðri í bæ og ég hendi einhverju af því inn á netið við tækifæri. Við erum varla byrjuð að vinna myndirnar frá Asíu og við það hefur bæst helgarferðin á snæfellsnes á síðustu helgi þannig að það liggur fyrir mikil myndvinnsluvinna framundan sem við Sonja skiptum sennilega með okkur. Ég er á fullu að rippa CD diskana mína í MP3 og ætla síðan að henda diskunum ofaní geymslu. Þetta er töluverð vinna enda um 600 diskar en media jukeboxið verður ansi magnað með allri þessari tónlist. Ég hef síðan í huga að prenta út upplýsingar um alla diskana sem ég á á MP3 og búa til lítið hefti með því ásamt upplýsingum um hvern disk, mynd af "coverunum" og jafnvel lögin. Ég hef aðeins verið að pæla í því hvernig ég geri þetta og er búinn að finna forrit sem keyrir draslið út í Access grunn og síðan ætla ég að taka við og gera einhverjar skýrslur eða eitthvað til að þetta líti sæmilega út. Ég er síðan með eitt gæluproject í gangi í viðbót sem ég ætla ekki að segja hvað er núna en vonandi kemur það í ljós síðar. Helgina fyrir verslunarmannahelgi förum við Sonja í jarðarför í sveitina (Arnarfjörður) og síðan vorum við strákarnir að gæla við að fara á Innipúkann en það er allt á hugmyndastigi. Um helgina næstu förum við Sonja sennilega með vinnunni hennar á Esjuna og síðan verður eitthvað grill eða eitthvað slíkt. Later dutes (eins og maður segir stundum)
|