laugardagur, júlí 09, 2005
|
Skrifa ummæli
Danske dynamite
Jæja nú styttist í heimför, búið að dunda mér eitt og annað síðan síðasta blogg var sett inn. Fór til Kolding á mánudag og var til fimmtudags í ró og næði með litlu frænku minni sem kallaði mig alltaf "manden" sem var nú bara gaman en ég hefði nú viljað að hún myndi muna nafnið mitt, en þegar maður mætir árlega á svæðið þá er lítið við því að gera. Ég var nú í rólegheitum með þeim allan tímann, markverðasta var að taka Umu litlu í sund en það fannst henni alveg frábært og sérstaklega stóra rennibrautin.
Á fimmtudeginum fór ég svo í köben, kíkti aðeins í bæinn um kvöldið en allt frekar rólegt. Föstudagur var svo mjög pródúktífur, fór að versla, fór á Islandsbryggju "ströndina" en það er tilbúin strönd í miðri köben, var þar í 2 tíma og náði bara smá tan - er þó aðallega með bóndabrúnku og Hannes er bara rauður. Fór svo aftur í bæinn um kvöldið, skellt mér á bjórbar, skoðaði kaffihús pabba og fór á Heidis beerbar og endaði svo á The Rock og sá þar einhverja rokktónleika.
Í kvöld verður svo tekið rólega, fer þó og grilla í kvöld og á morgun ætla ég að njóta veðursins áfram en hér er 30 stiga hiti og sól - ekki slæmt það.
Kem svo heim á miðnætti á morgun, mæti í vinnu á mánudag og síðan á tónleika um kvöldið.
Hlakka þó til að komast heim eins og alltaf, gaman að fara út og gaman að koma heim.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar