Stutt frí
Jæja eftir 1-2 tíma þá er ég farinn í langt helgarfrí, í dag verður nú bara slæpst og kíkt í bæinn osfrv. Ætla í sund núna um 11 sennilega og reyna að ná úr mér meiðslum eftir crashið. Á morgun verður svo haldið af stað um hádegisbil á ættarmót, fyrst munum við versla svolítið, svo stefni ég á að ná í hjólið og taka það með mér ef heilsan er í lagi. Síðan mun ég eyða helginni í sumarbústaðalandi við Minniborg og vonandi get ég smellt mér á hjólið í braut á Selfossi á laugardag og jafnvel sunnudag. Næsta vika verður svo tekin með trompi í vinnu nema að frábært veður verði.
|